Tækniborg ehf hóf starfsemi í Borgarnesi þann 1. Febrúar 2015. Fyrirtækið hefur haft á boðstólum ágætis úrval af tölvuvörum, smátækjum, fylgihlutum fyrir GSM síma, heimilistækjum, ritföngum, rekstrarvörum í prentara, Vape vörum og margt fleira. Einnig er boðið upp á stór-myndaprentun og smá-viðgerðaþjónustu á tölvubúnaði Það er með sanni hægt að segja að Tækniborg ehf sé einskonar tækni-kaupfélag á Vesturlandi. Við hófum strax að flytja inn Retró vörur frá Soundmaster, þetta eru spennandi nostalgíu tæki sem eru til mikillar prýði á heimilum og hafa reynst vel. Þegar þú rennir í gegnum Borgarnes þá er um að gera að kíkja við.